Um okkur
Loðnar Loppur slf
er lítið fyrirtækið sem var stofnað árið 2022 af vinunum Stefáni Arnarsyni og Alexöndru Björgu Eyþórsdóttur. Þau eru bæði hundasnyrtar og hundaræktendur.
Hugmyndin af Loðnum Loppum kom upp þegar að okkur fannst vanta hágæða feldvörur á íslenskan markað og í kjölfarið keyptum við Laser Lites vörur til að nota í okkar eigin hunda. Vörurnar stóðust allar okkar væntingar og ákváðum við því að leita til framleiðandans í Ástralíu um að gerast dreifingaraðilar á Íslandi.
Laser Lites er framleitt af áströlskum hjónum Dr. Paul og Pauline Hewitt, en Paul er doktor í efna- og eðlisfræði. Þau hafa rækta Afghan Hound hunda undir ræktunarnafninu Khandu í marga áratugi og eru þekkt um allan heim. Laser Lites bíður upp á mikið úrval af hágæða feldvörum fyrir fjórfætta vininn. Vörurnar eru framleiddar með það í huga að hægt sé að þynna þær með vatni til að nýta vöruna sem best og að hún endist sem lengst einnig eru hárnæringarnar flestar framleiddar með það í huga að þær séu skildar eftir í feldinum til að veita feldinum sem mesta vörn. Að sama skapi eru vörurnar ódýrari en aðrar sambærilegar vörur. Notkunarleiðbeiningar hverrar vöru eru viðmið og geta verið breytilegar eftir mismunandi hundi (þar spilar til að mynda veðurfar, feldgerð, hreyfing og fl. inn í).
Stefán og Alexandra